Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Að hugsa sér.

Úff það er fátt að frétta úr Bolungarvík hérna hangir maður bara og fer yfir efni fyrir þessa keppni. Reyndar er orðin spurning hvort maður fari spáð er slæmu veðri og veseni, djöfulsins hark er að búa hérna stundum það er sól í tvo daga 10 stiga frosta í 4 og svo hríð í 3 svona gengur þetta og það virðist sem maður fái alldrei að sjá neitt í Vestfirði nema bara hvít fjöll og hálar götur.

Allaveganna Dick varaforseti Bandaríkjanna var því miður ekki myrtur af dögum nú í gær eða fyrradag og hryggir það mig að í stað þess að hann hafi drepist hafi fjöldi annara borgara verið myrtur. Annars skiptir ekki máli með þá einsog hryðjuverkamennina fyrir hvern þeirra sem deyr verða til fjórir aðrir Dickar og jafnvel reiðari og miskunnarlausari.

Fjandinn hafi það hvenær getum við lært að elska hvert annað í sátt og samlyndi.

 

 


Fyndnasti maður Íslands!

Já skemmtilegt að segja frá því að þessi helgi var nokkuð frábrugðin öðrum helgum hérna í Bolungarvík, ég fékk það á hreint að ég á að keppa í fyndnasta manni Íslands núna á Fimmtudaginn (stress!!!) Og ég varla byrjaður að undirbúa mig, næsta var það að hérna í Bolungarvík var opið á bæði Vagnsson og í kjallaranum og nóg djamm að velja um soldið overload af skemmtun og mér boðið á alla staði og það seinasta er það að ég tók þroskaða ákvörðun um að byrja reykja í eina viku stressið fyrir þessa keppni leyfir ekki heilbright líferni.

Ég hef ekki frá mörgu að segja annað en að keppnin byrjar 8 á Fimmtudaginn næsta og verður sýnd á Skjá einum 1000 kr inn og þið mætið auðvitað til að styðja mig.

Allaveganna sæl að sinni.


Forræðishyggjupakk

Já, loksins þá vitum við það við búum í forræðishyggju ríki sem vill vernda okkur frá öllu slæmu til að við þurfum ekki að horfast í augu við það. Sjá þessa háu herra á Alþingi sem aldrei hafa séð klám, yeah right!. Þetta eru ekki glæpamenn og þau eru ekki komin hingað til að fremja glæpi. Það er allt í lagi að fá stjórnarherra frá ríkjum sem drepa milljónir manna en það er ekki hægt að fá fólki hingað sem mótmælir friðsamlega eða fólk sem leikur, fjármagnar eða leikstýrir klámmyndum og þá er ég ekki að tala um nauðgunarklám eða barnaklám, margt af því sem þetta fólk gerir er eflaust siðlaust en það er löglegt svo við getum ekki neitað því að koma hingað. 

Ekki það að ég horfi á klám ég er bara fylgjandi frelsi!

legopornLego klám, löglegt en siðlaust.


mbl.is Framleiðendum klámefnis vísað frá Hótel Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snemma beygist krókurinn!

Já ansi leiðinleg frétt en gott að hann var sýknaður. Við Íslendingar eigum ekki að vera senda börnin okkar í fangelsi einsog félagar okkar í Bandaríkjunum. En hvað er samt að þegar fjórtán ára unglingur setur getnaðarlim sinn í munnin á smástelpum ég meina krakkar eiga ekki einu sinni að vera byrjuð að stunda kynlæif svona gömul hvað þá að misnota börn. Það er vonandi að strákurinn fái einhverja meðferð hjá sálfræðingi svo að hann hætti þessari vitleysu. Kannski var þetta bara flipp sem gekk of langt? En ég meina hafa svona ungir krakkar aldur til að flippa, reyndar er myndaflipp algengt hjá stelpum á svipuðum aldri, ég hef aldrei skilið myndaflipp finnst það yfirleitt hallærislegt og leiðinlegt reyndar bara einsog krakkar á þessum aldri en maður var reyndar einu sinni svona ungur og hallærislegur.

Kannski að maður reyni að rifja upp hvað manni fannst töff þegar maður var á þessum aldri 13-15.

-Þungarokk (er farinn að hlusta á country og Duran) 

-Að vera með buxurnar á hælunum.(Er farinn að gera grín af krökkum sem gera þetta og senda þau til skólastjórans)

-Áfengi og að tala um fíkniefni en ekki nota þau.

-Rífa kjaft við kennara og læra ekki heima.(ég er kennari)

-Fara útí sjoppu og stela.

-Hanga alldrei gera neitt bara hanga.

-Finnast ekkert skemmtilegt sem við kom skóla.(elska að vinnuna mína)

-Fara í Zveskjuna.(búnað vera forstöðumaður hennar og geri það alldrei aftur)

-Vera ekki í íþróttum en ræktin var samt cool. (núna hata ég ræktina og elska að fara í fótbolta)

-Tala um að berja einhvern en gera það ekki. Hóta fólki.

-Álver og vinstri grænir voru most lame í heimi (Síðan þá er maður búnað vera Vinstri Grænn og er orðinn harður náttúruverndarmaður)

-Mínus fannst þeir vera toppurinn á tilverunni og montaði mig ósjaldan af því þegar bróðir minn þekkti einhvern í þungarokksbandi.

-Að slamma í Zveskjunni (sem varð seinna lame eftir að ég fór til Rvk á tónleika)

-Rammstein, p.s. fór á tónleika með þeim sem var coolið. (hvar eru þeir í dag)

-Fóstbræður

-Fá að fara á rúntinn með einhverjum

-Black Sabbath (Reyndar hættur að hlusta á þá fékk ógeð eftir þættina en fór á tónleika með þeim þar síðasta sumar)

Já maður var hallærislegur og er kannski farinn að nálgast andstæðuna við sjálfan sig.

Takk fyrir mig.


mbl.is Sýknaður í kynferðisbrotamáli vegna ungs aldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þjóðvegi 66

Var svona að velta fyrir mér þjóðvegi eitt í dag heyrði Andrés oddvita bæjarstjórnar á Djúpavogi ræða um að þjóðvegur eitt ætti að vera yfir öxi á heilsársvegi. Ég verð að segja að ég sé sammála honum um að gera Öxi að heilsársvegi en Mér finnst samt að þjóðvegurinn eigi að ganga í kringum ekki allt landið en eigi ekki að vera stysta leiðin til Reykjavíkur. Mér finnst t.d. að vegurinn að frá Djúpavogi á Reyðarfjörð eigi að vera nr 1 og svo frá Reyðarfirði til Egilstaða. Mér finnst einsog staðir einsog Stöðvafjörður og Breiðdalsvík megi ekki detta svona útúr aðalleiðinni uppá túrisma og svoleiðis. Þó finnst mér að þjóðvegurinn geti náttúrulega ekki gengið inná svona dead end bæji einsog t.d. Mjóafjörð og Norðfjörð. Svo finnst mér auðvitað fáránlegt að Vestfirðirnir séu ekki partur af þjóðveginum. Mér finnst að þjóðvegurinn eigi að liggja um sem flesta bæji svo lengi sem þeir séu ekki dead end svo maður sletti smá sémsagt mundi þá vegurinn liggja alla leið frá Brú í Hrútafirði yfir á Ísafjörð og svo í göngin frá Flateyri yfir á Patró og svo niður til Reykjavíkur. Ég held örugglega að þetta séu ekki þjóðvegir. Þjóðvegurinn á að vera þannig að með því að keyra í gegnum hann geti maður sé sem mest af þjóðinni og þjóðlífinu en ekki bara Reykjavík, Egilstaðir, Akureyri og ein pulsa á Akranesi.

 Ég vil benda á það að þessi skrif eru skrifuð án þess að höfundur hafi kynnt sér málin til ýtar eða eitthvað yfirleitt en svona hefur mér alltaf þótt þetta vera. 

Annars vil ég lýsa yfir stuðningi við gamla fólkið í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Ég er líka kominn með nóg af álkjaftæðinu. Við eigum frekar að fara úti skógrækt einsog var einnig rætt um í fréttum í dag. Ég tel að skógrækt geti hjálpað okkur mikið í baráttunni við bílamengun og álver, ótrúlegt að það sé ekki rætt um neitt annað en mengun og Kyoto bókunina í fjölmiðlum en í Stjórnarflokkunum er bara talað um álver. Ég held að þessir menn eigi aðeins að fara athuga fyrir hverja þeir eru á þingi. Ekki nema þeir séu þarna fyrir stórfyrirtækin Woundering.

Annars eitt sem ég hef lengi haft trú á og það er grasækt. Afhverju geta Íslendingar ekki grætt upp fleiri tún og losnað við sinubruna með því að selja heybagga til útlanda þar sem uppskerubrestir og plássleysi eru að há bændum. Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta. Ég held það væri geggjað að stofna fyrirtæki sem snérist bara um heyskap. En reyndar yrði þetta líklegast að vera rúllubagga heyskapur mep tilheyrandi tækjum og veseni, engin rómantík og ekkert homblest Frown.

Annars er Reykjavík ágæt en mér er farið að hlakka til að komast aftur í Bolungarvík.

Takk fyrir mig.

 


Ekkert að frétta?

Héðan úr Bolungarvík er ekkert að frétta, sem útskýrir kannski bloggleysið. 

Veðrið er reyndar ógeðslegt en stórbrotið, sjórinn er rosalega fallegur og kannski var bara kominn tími á rigningu eftir viku frost og logn. Annars er allt það besta að frétta úr skólanum enginn hlandlykt lengur enda er Dagbjartur húsvörður og hann reddar svona málum.

Dagurinn í skólanum í dag var óvenju fínn enginn veikur og ég þurfti ekki að vera í eyðum. Pylsur í hádeginu það var helvíti fínt og svo er það bara Reykjavíkin á föstudaginn. Ég er ekki frá því að maður sé bara helvíti bjartsýnn og hress.

Orð dagsins í dag er því.

Þvengilsmennska

Þvengilsmennska þýðir það þegar einhver hagar sér asnalega eða lætur kjánalega. Orðið er einsog flest orð í íslensku kennd við sprúttsala á Suðurlandi á 19 öldinni sem hét Þvengill. Hann átti það til að láta öllum illum látum þegar að hann sjálfur datt í það en sagt er að það hafi skeð einu sinni á ári eða 13 September. Enn þann dag í dag er haldið uppá þennan dag hátíðlegan á Suðurlandi og meiga þá börn jafnt sem fullorðnir drekka sig til óbóta eða til Þvengils einsog sagt er. Orðið er reyndar sjaldnast í dag notað um ofdrykkju heldur þykir það sparí hjá miðaldra húsmæðrum á Langanesi að tala um þvengilsmennsku þegar einhver talar um samfarir eða tíðir.

Takk fyrir mig í dag eigið góðar stundir. 


Sampo hahaha

Sá þetta og fannst nauðsynlegt að blogga.

Í dag er það sem kallað er einkunnarafhending og foreldraviðtöl.

Það er hlandlykt á göngum skólans í Bolungarvík þar sem einstaka sinni heyrist grátur og hnefahögg dynja á lötum og óþekkum nemendum skólans. "6 í starfræði aumingji" "hver ól þig upp til að vera með læti í tímum" "krass" "bamm". Nei annars þá vona ég að það þurfi enginn að gráta yfir foreldrafundum þetta var nú kannski aðeins ýkt hjá mér.

En maður þarf nú ekki að fara langt aftur eða bara fimm ár síðan ég var seinast í foreldraviðtali. Ég man alltaf eftir því að mig kveið fyrir foreldraviðtölum ég var nú yfirleitt alldrei með neinar frábærar einkunnir, lærði sjaldan heima, reif kjaft og talaði mikið.  En nú er maður ánægður að geta sitið hinummegin við borðið og geta sagt hvað ákveðinn nemandi hafi verið óþægur og eitthað.(muhahahahahahahaha) Ætli maður hafi ekki farið úti þetta djobb 30% til að hefna sín nota misbeinda ýgi og láta gamla reiði til kennara bitna á nemendum. Svo er maður kannski 60% í þessu til að prufa eitthvað nýtt og fá reynslu og 10% fyrir gellurnar.

 Djók!

Gleymdi að minnast á göngin yfir óshlíðina sem eru komin á samgönguáætlun. Það er vonandi að af þeim verði sem fyrst enda er þessi vegur svolítil hindrun fyrir mann á leyðinni á Ísafjörð. Ætli maður verði samt ekki orðinn dauður þegar þetta kemur. Annars til hamingju Bolvíkingar með þetta loforð og megi það standa.

Læt hérna fylgja með tvær myndir af Óshlíðinni

B0-05

Nokkrir vegskálar eru á Óshlíðinni sem vernda mann fyrir skriðum en annars eru nokkrar tegundir af vörnum þarna.

isa75 

Það er góð ástæða fyrir þessum krossi enda er betra að hafa guð með sér yfir þennan veg.

Minni en á komu mína til Reykjavíkur næstu helgi sæl að sinni.


mbl.is Hagnaður Sampo 1.353 milljónir evra árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert mál fyrir Björgunarsveitina Erni í Bolungarvík.

Fór í dag eftir að mér hafi runnið reiðin og búnað hressa mig við eftir kaffi gærdagsins og fór og skoðaði bækistöðvar björgunarsveitarinnar í Bolungarvík á 112 deginum held ég að það heiti. Ég ákvað loksins að skrá mig í björgunarsveitina eftir að hafa trassað að mæta á fundi fyrir austan. Svo er það vonandi að maður nenni að mæta á fund núna á næsta fimmtudag kl 9, muna þetta Hákon.

Annars er maður allur að hressast enda er ný vinnuvika að hefjast í Grunnskólanum með foreldrafundum og slíku. Grímudagur á föstudaginn (eða fimmtudaginn eða miðvikudaginn) til heiður bæjarstjóranum en þá er öllum skylt að mæta í khaki buxum og flíspeysum og vera með hina geysivinsælu Grímsgrímu.

Reykvíkingar og nærsveitamenn ég er á leiðinni í bæinn núna á föstudaginn næsta og verð fram á þriðjudag það er löng helgi í vinnunni. Ég bendi sunnanmönnum á tímapantanir í síma 866-5104 og einnig minni ég á að neyðarsíminn 866-5104 er opinn allan sólahringinn. Vinalínan er enn opinn á sama tíma á milli 16:00 og 20:00 í síma 866-5104.

Annars er skrifstofa mín opinn alla daga vikunnar á Hafnargötu 101. En sem komið er hef ég fengið heimsókn frá kapalmanninum en ég mæli frekar með símatímum þar sem þeim fylgir ekki nein lykt og óhreinindi. 

Minni á það að það er einkapartý í buxunum mínum akkúrat núna verið sæl að sinni.

s

 

Félagi minn sem býr á neðri hæðinni verður án alls vafa á staðnum. 


EINKAPARTÝ!

Já þá er loksins komið eitthvað stuð í þennan bæ. Barinn opinn fullt af fólki og einkapartý. Nú loksins eftir að hafa verið neitað um að koma í 2 partý á seinustu 3 vikum er maður alvarlega farinn að hugsa sinn gang. Ég meina Einkaball Í Bolungarvík hjá M.Í. ég meina hvers á fólk að gjalda þegar það hættir í Menntaskóla á það bara að hætta að skemmta sér með jafnöldrum sínum afhverju er það allt í einu svona mikið mál þegar krakkar detta í það á aldrinum 16-20 að það verði að ske fyrir luktum dyrum og einkapartý á bar sem gerir það að verkum að það má enginn skemmta sér nema þeir sem tilheyra einhverjum hópi. Ég mundi skilja þetta ef það væru 2 barir Í Bolungarvík en það er bara einn skemmtistaður hérna. Ef menn eru að velta fyrir sér afhverju fólk er að flytja af landsbygðinni þá er mig farið að gruna afhverju það eru þorrablót, einkapartý og menntaskóla böll.

 En annars þá er þetta ágætt ég fór á Langabar og fékk mér kaffi sem skýrir kannski afhverju maður er æstur, svo er náttúrulega enginn sem stoppar mann. Frá því að vera yfir sig kaffaður á Laugardagskvöldi að blogga því ég bý einn. Hvernig á mannkynið að fjölga sér Í Bolungarvík ef fólk er einstætt með stúdentspróf.

Bestfyrðir eru farnir að snúast í andhverfu sína.

Taliði við mig á morgun þá verð ég hress og man eflaust ekki eftir þessu enda er maður búnað stúta heilum 2 bollum á kaffi og drekka heilt glas af kóki ásamt því að bryðja ópal einsog smarties.

Kem með jákvæða fréttir á morgun.

022

 

 

 

 

 

 

 

Ein gömul mynd frá þeim tíma þegar ég mátti skemmta mér og haga mér einsog fíflið sem ég er. 


Ágætt

Var á Hólmavík í gær að horfa á söngvakeppni Samfés á Vestfjörðum ég mundi ljúga ef ég segði að þetta væri besta skemmtun sem ég hef farið á en þetta var ágætt samt. Hólmavík er reyndar ekki skemmtilegasti staður á Íslandi en ágætur lítill en of langur og heimskulegur eitthvað. Fór á íbúaþing áðan var of þreyttur til að vera þarna enda var þetta ekki meira en ágæt skemmtun enda er erfitt að koma svona inn á mitt þing. Sá Kristinn H Gunnarsson hann var ágætlega á sig kominn og greinilega á einhverjum veiðum.

Þoli ekki þegar lífið er ekki að maxa mann neitt enginn reiði enginn gleði bara svona ágæt stemmning í litla ágætis húsinu mínu. Er að spá í að fara í kvöld og gera eitthvað til að maxa líf mitt keyra útaf eða jafnvel fara á barinn og slást. Ætli kvöldið endi samt ekki í kvöld um eitt leytið þá er ágætt að fara heim eftir ágætt kvöld á barnum. Maður er bara orðin svona temmilegur sem er by the way orðið þreytt ástand. 

Er einhver með hugmynd að einhverju drastic til að maxa líf mitt einsog sprengingar eða eitthvað?

Allaveganna mig langaði að prufa blogga um frétt en þessi frétt er um tvo ágæta menn sem hafa maxað sig í penungum og frægð en vilja bara hafa það ágætt í bridge.

Hvað varð um galaveislur og eiturlyf er frægt og ríkt fólk bara upp til hópa ósnobbaðir lúðar sem hafa ekkert að gera ég meina þessir menn geta keypt sér go kart braut, farið til útlanda en nei þeir velja Bridge. 

Ég held ég segi það ágætt að sinni.

Takk fyrir að lesa þetta blogg sem ég vona að ykkur hafi þótt ágætt.

Picture 023

dæmi um það þegar maður er að maxa sig  


mbl.is Bill Gates á Bridshátíð eftir tvö ár?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband