Fyndnasti maður Íslands!

Já skemmtilegt að segja frá því að þessi helgi var nokkuð frábrugðin öðrum helgum hérna í Bolungarvík, ég fékk það á hreint að ég á að keppa í fyndnasta manni Íslands núna á Fimmtudaginn (stress!!!) Og ég varla byrjaður að undirbúa mig, næsta var það að hérna í Bolungarvík var opið á bæði Vagnsson og í kjallaranum og nóg djamm að velja um soldið overload af skemmtun og mér boðið á alla staði og það seinasta er það að ég tók þroskaða ákvörðun um að byrja reykja í eina viku stressið fyrir þessa keppni leyfir ekki heilbright líferni.

Ég hef ekki frá mörgu að segja annað en að keppnin byrjar 8 á Fimmtudaginn næsta og verður sýnd á Skjá einum 1000 kr inn og þið mætið auðvitað til að styðja mig.

Allaveganna sæl að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já jæja hm fannst ég nú verða að kvitta.. annað líka dónaskapur. Les oft bloggið þitt .. fékk það einhvernveginn í gegnum Birtu systir mína.. anyways... skemmtilegt blogg og vona að þú vinnir fyndnasta mann íslands.. ég ætlaði líka að taka þátt en þú veist er í Danmörku svo þa gekk ekki upp enda bilað að gera hjá mér í að blogga og msn'ast í tímum !

Ætla ekki að hafa þetta lengra.. vild bara kvitta fyrir innlitið.. enda er annað helvítis lame !

Maja- mariamey.com (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:01

2 identicon

ég ætla að reyna að komast, verð í Reykjavík. Þá verður þú líka að koma á tónleika! En ég ætla að reyna eins og ég get kjallinn, líst vel á þetta ;)

Lilja Kristín (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Helgi Seljan

Áfram H-kon! dudududududu!!!!

Helgi Seljan, 27.2.2007 kl. 18:27

4 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Sýndu nú hversu skemmtilegur þú ert og vertu okkur Bolvíkingum til sóma í keppninni um fyndnasta manninn á Íslandi. Svo segir þú okkur brandarana þína í Kjallaranum við tækifæri.

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 27.2.2007 kl. 18:57

5 identicon

Já Hákon! vertu endilega með gott uppistand hérna í víkinni, þú veist að það hvílir mikil pressa á þér að enda okkar eina tækifæri að bendla okkur Bolvíkinga við þessa keppni í fyndni. Þú hefðir nú getað sagt nokkra brandara á Vaxon síðasta föstudag, og toppað þar með pólska plötusnúðinn, landslagsmyndirnar og Ally Mcbeal grautinn.

Gangi þér vel og ef allt fer á vesta vel er búið að bjóða þér gigg á Kjallaranum, svo frægur skaltu verða.  kv.Auður

Auður F (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband