1 desibil

"Nú stendur yfir undankeppni í Fyndnasta manni Íslands. Á fimmtudag í Austurbæ mátti engu muna að Hákon nokkur U. Seljan Jóhannsson myndi sigra og skeikaði aðeins einu desibili en árangur er metinn með hávaðamælingu á undirtektum áhorfenda. Helgi heitir bróðir Hákons og er sjónvarpsstjarna. Hann vill meina að bróðir sinn hafi verið miklu fyndnari en Kári Björn Þorleifsson sá sem sigraði. En þrátt fyrir áköf hvatningaróp Helga mátti hann sín lítils gegn öflugu klappliði Kára."     Tekið úr Laugardagshefti fréttablaðsins.

 Já ekki komst ég áfram í keppninni um fyndnasta mann Íslands.

Ég verð reyndar samt að segja að ég var bara mjög sáttur með mitt gengi mér fannst ég hafa staðið mig mjög vel og lét ekki stress hafa áhrif á mig og salurinn hló. Mitt markmið var svona mest að koma þarna og skemmta, en ég neita því þó alldrei að hafa stemmt á sigur.

Ég verð reyndar að segja að mér finnst ekki þessari glæsilegu keppni til sóma að mæla fyndni manna eftir keppni með látum í áhorfendum. Ég hélt að þarna yrði dómnefnd en svo verður víst bara á úrslitakvöldinu.

Annars er ég að fara á fund ég vil bara óska Kára til hamingju með sigur í undakeppni sem hann átti skilið.

takk fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð frammistaða Hákon, þykir fyrir því að okkur í klappliðinu "þínu" hafi ekki tekist að framleiða eins mikinn hávaða og fólkið hans Kára gerði.

Ragnar Sigurmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 19:22

2 identicon

Þú hefðir átt að bjóða okkur öllum hérna í Víkinni með þér drengur ... þá hefðir þú rústað þessum "vinsældar" kosningum ;) !!

Sjáumst á morgun ... hress og kát!

Kv. Guðbjörg 

Guðbjörg Stefanía (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:25

3 identicon

Ég komst ekki á keppnina þegar þú varst að keppa en hef ég spurt fólk út í þinn árangur og fólk var ánægt með þína frammistöðu og fannst þú fyndinn. Þú mátt því vera ánægður félagi og er ekki spurning að við austfirðingar sem erum að keppa höldum einhverntíman uppistandskvöld saman? Ég er allavega "game". Eigðu góðar stundir. 

 Kv. Daníel Geir

Daníel Geir (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband