Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Loser og kennari

Jæja, þá er maður búnað gera það búnað klára skóla og kominn á vinnumarkaðinn.

Núna á seinustu þrem vikum hef ég líklegast gengið í gegnum stærsta breytingarskeið ævi minnar fyrir 2 vikum eða svo frumsýndum ég og Garðar myndina okkar Okkar skoðun í Fjarðabíó á Reyðarfirði og fyrir 3 vikum flutti ég burt frá minni heittelskuðu mömmu og á Bolungarvík til þess að gerast leiðbeinandi við Grunnskólann þar. Á þessum tíma hef ég einnig farið að finna fyrir því að röddin á mér er orðin dýpri ,eistun á mér hafa gengið niður og ég er kominn með hár á punginn.

djók.....

En allaveganna ég er búinn að byrja nýtt líf á Bolungarvík sem að virðist bara vera ágætt, fólkið hérna er vinalegt og skemmtilegt. En vegna þess hversu afskekkt það er hefur það aðeins 4 putta og gengur á fjórum fótum stærsti íbúi bæjarins er 1,50 á hæð hann er reyndar aðfluttur frá Þingeyri. Nei reyndar ekki hérna er bara venjulegt fólk einsog maður kannaðist við á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum. Fólkið er venjulegt en það vantar allt ál í það en það bætir það upp með fiski og svoleiðis einsog Reyðfirðingar gerðu fyrir nokkrum árum.

En maður krossar bara puttana og vonar það besta um framhaldið hérna.

Nútíð og framtíð

Kom að bílnum mínum í dag og þá var búið að skrifa lúser í klakann á rúðunni hjá mér.  Hver sem þú ert þá máttu vita það að þú átt ekki langt eftir!

Á morgun fer ég til Hólmavíkur með Félagsmiðstöðinni þar sem krakkarnir úr henni eru að fara keppa í söngvakeppni Samfés á Vestfjörðum gaman gaman.  Einnig er sparífatadagur í skólanum á morgun fyrir kennara held ég mig grunar reyndar að það eigi að hafa mig af fífli fyrir framan skólann.  Vinnsutaðagrín eitthvað (einkennandi hugsun fyrir paranójusjúkan einbúa á Vestfjörðum)

 Pólitik eða eitthvað í deiglunni.

Hef verið að spá í þetta með lengingu dóma á kynferðisglæpamönnum og ég neita að skrifa undir svona listakjaftæði. Það hefur ekki bætt neinn að vera í fangelsi og ekki hefur maður tekið eftir því að margir komu úr fangelsi betri menn. Ég held að best væri að bæta réttargeðdeildina á sogni og vista þessa menn þar reyna að hjálpa þeim frekar en að refsa þeim þetta er nú einu sinni geðveila einhver. Hvort sem þessir menn eru í 5 ár í fangelsi eða þrjá mánuði koma þeir alltaf til með að brjóta af sér aftur og aftur. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband