Færsluflokkur: Dægurmál

Á þjóðvegi 66

Var svona að velta fyrir mér þjóðvegi eitt í dag heyrði Andrés oddvita bæjarstjórnar á Djúpavogi ræða um að þjóðvegur eitt ætti að vera yfir öxi á heilsársvegi. Ég verð að segja að ég sé sammála honum um að gera Öxi að heilsársvegi en Mér finnst samt að þjóðvegurinn eigi að ganga í kringum ekki allt landið en eigi ekki að vera stysta leiðin til Reykjavíkur. Mér finnst t.d. að vegurinn að frá Djúpavogi á Reyðarfjörð eigi að vera nr 1 og svo frá Reyðarfirði til Egilstaða. Mér finnst einsog staðir einsog Stöðvafjörður og Breiðdalsvík megi ekki detta svona útúr aðalleiðinni uppá túrisma og svoleiðis. Þó finnst mér að þjóðvegurinn geti náttúrulega ekki gengið inná svona dead end bæji einsog t.d. Mjóafjörð og Norðfjörð. Svo finnst mér auðvitað fáránlegt að Vestfirðirnir séu ekki partur af þjóðveginum. Mér finnst að þjóðvegurinn eigi að liggja um sem flesta bæji svo lengi sem þeir séu ekki dead end svo maður sletti smá sémsagt mundi þá vegurinn liggja alla leið frá Brú í Hrútafirði yfir á Ísafjörð og svo í göngin frá Flateyri yfir á Patró og svo niður til Reykjavíkur. Ég held örugglega að þetta séu ekki þjóðvegir. Þjóðvegurinn á að vera þannig að með því að keyra í gegnum hann geti maður sé sem mest af þjóðinni og þjóðlífinu en ekki bara Reykjavík, Egilstaðir, Akureyri og ein pulsa á Akranesi.

 Ég vil benda á það að þessi skrif eru skrifuð án þess að höfundur hafi kynnt sér málin til ýtar eða eitthvað yfirleitt en svona hefur mér alltaf þótt þetta vera. 

Annars vil ég lýsa yfir stuðningi við gamla fólkið í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Ég er líka kominn með nóg af álkjaftæðinu. Við eigum frekar að fara úti skógrækt einsog var einnig rætt um í fréttum í dag. Ég tel að skógrækt geti hjálpað okkur mikið í baráttunni við bílamengun og álver, ótrúlegt að það sé ekki rætt um neitt annað en mengun og Kyoto bókunina í fjölmiðlum en í Stjórnarflokkunum er bara talað um álver. Ég held að þessir menn eigi aðeins að fara athuga fyrir hverja þeir eru á þingi. Ekki nema þeir séu þarna fyrir stórfyrirtækin Woundering.

Annars eitt sem ég hef lengi haft trú á og það er grasækt. Afhverju geta Íslendingar ekki grætt upp fleiri tún og losnað við sinubruna með því að selja heybagga til útlanda þar sem uppskerubrestir og plássleysi eru að há bændum. Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta. Ég held það væri geggjað að stofna fyrirtæki sem snérist bara um heyskap. En reyndar yrði þetta líklegast að vera rúllubagga heyskapur mep tilheyrandi tækjum og veseni, engin rómantík og ekkert homblest Frown.

Annars er Reykjavík ágæt en mér er farið að hlakka til að komast aftur í Bolungarvík.

Takk fyrir mig.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband