11.2.2007 | 02:12
EINKAPARTÝ!
Já þá er loksins komið eitthvað stuð í þennan bæ. Barinn opinn fullt af fólki og einkapartý. Nú loksins eftir að hafa verið neitað um að koma í 2 partý á seinustu 3 vikum er maður alvarlega farinn að hugsa sinn gang. Ég meina Einkaball Í Bolungarvík hjá M.Í. ég meina hvers á fólk að gjalda þegar það hættir í Menntaskóla á það bara að hætta að skemmta sér með jafnöldrum sínum afhverju er það allt í einu svona mikið mál þegar krakkar detta í það á aldrinum 16-20 að það verði að ske fyrir luktum dyrum og einkapartý á bar sem gerir það að verkum að það má enginn skemmta sér nema þeir sem tilheyra einhverjum hópi. Ég mundi skilja þetta ef það væru 2 barir Í Bolungarvík en það er bara einn skemmtistaður hérna. Ef menn eru að velta fyrir sér afhverju fólk er að flytja af landsbygðinni þá er mig farið að gruna afhverju það eru þorrablót, einkapartý og menntaskóla böll.
En annars þá er þetta ágætt ég fór á Langabar og fékk mér kaffi sem skýrir kannski afhverju maður er æstur, svo er náttúrulega enginn sem stoppar mann. Frá því að vera yfir sig kaffaður á Laugardagskvöldi að blogga því ég bý einn. Hvernig á mannkynið að fjölga sér Í Bolungarvík ef fólk er einstætt með stúdentspróf.
Bestfyrðir eru farnir að snúast í andhverfu sína.
Taliði við mig á morgun þá verð ég hress og man eflaust ekki eftir þessu enda er maður búnað stúta heilum 2 bollum á kaffi og drekka heilt glas af kóki ásamt því að bryðja ópal einsog smarties.
Kem með jákvæða fréttir á morgun.
Ein gömul mynd frá þeim tíma þegar ég mátti skemmta mér og haga mér einsog fíflið sem ég er.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 02:15 | Facebook
Athugasemdir
Elsku karlinn minn. Ég skal sjá til þess að þér verði boðið í öll einkapartý í Kjallaranum framvegis.
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 11.2.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.