15.2.2007 | 16:19
Ekkert að frétta?
Héðan úr Bolungarvík er ekkert að frétta, sem útskýrir kannski bloggleysið.
Veðrið er reyndar ógeðslegt en stórbrotið, sjórinn er rosalega fallegur og kannski var bara kominn tími á rigningu eftir viku frost og logn. Annars er allt það besta að frétta úr skólanum enginn hlandlykt lengur enda er Dagbjartur húsvörður og hann reddar svona málum.
Dagurinn í skólanum í dag var óvenju fínn enginn veikur og ég þurfti ekki að vera í eyðum. Pylsur í hádeginu það var helvíti fínt og svo er það bara Reykjavíkin á föstudaginn. Ég er ekki frá því að maður sé bara helvíti bjartsýnn og hress.
Orð dagsins í dag er því.
Þvengilsmennska
Þvengilsmennska þýðir það þegar einhver hagar sér asnalega eða lætur kjánalega. Orðið er einsog flest orð í íslensku kennd við sprúttsala á Suðurlandi á 19 öldinni sem hét Þvengill. Hann átti það til að láta öllum illum látum þegar að hann sjálfur datt í það en sagt er að það hafi skeð einu sinni á ári eða 13 September. Enn þann dag í dag er haldið uppá þennan dag hátíðlegan á Suðurlandi og meiga þá börn jafnt sem fullorðnir drekka sig til óbóta eða til Þvengils einsog sagt er. Orðið er reyndar sjaldnast í dag notað um ofdrykkju heldur þykir það sparí hjá miðaldra húsmæðrum á Langanesi að tala um þvengilsmennsku þegar einhver talar um samfarir eða tíðir.
Takk fyrir mig í dag eigið góðar stundir.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Þú ert ótrúlegur bullustrokkur, Hákon " granni".
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 16.2.2007 kl. 00:07
Leiddist í vinnunni og leiddist út í að skoða blogg ókunnugra, leiddist reyndar líka í þeim skóla sem þú virðist vera að vinna í og leiðist það óskaplega þegar fólk segist vera á Bolungarvík. Ég er alin upp í Bolungarvík og "í Bolungarvíkinni er björgulegt lífið".... með íííííi. Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili, þarf að skreppa á Reykjavík :)
Kv. MÖ
MÖ (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:23
mér lýst vel á hugmynd Hjalta, væri flott að taka smá rúnt vestur til bolungarvíkur ertu ekki með smá pláss fyrir nokkra kúta?
Gummi Jóns (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 17:07
Ég styð það. Í. Það fer betur að segja í Bolungarvík en á Bolungarvík. Alveg eins og: úti í rassgati en ekki úti á rassgati.
Þorsteinn Guðmundsson, 16.2.2007 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.