7.3.2007 | 15:33
Frábærar fréttir.
Mér lýður einhvern veginn alltaf frábærlega þegar ég heyri af því að Svíum gangi illa. Það fer um mig unaðsstraumur og mér lýður einhvernveginn einsog Svíar séu mannlegir en oft finnst manni sem að þeir séu svo fullkomnir. Þessi tilfinning sem maður fær við að lesa þetta er svona svipuð og þegar góða stelpan í bekknum fellur á prófi eða ef að pabbi hennar þarf að fara í meðferð. Maður áttar sig á því að enginn sé fullkominn og enginn hafi það fullkomið. Þó að ég hlægji kannski ekki af því þegar góðu stelpunni lýður illa þá grenja ég yfir því þegar helvítis Svíarnir hafa það skítt.
Er ég vond manneskja?
Annars er allt ágætt í Bolungarvík ekkert stress og leynivinaleikurinn er í fullum gangi. Partý á föstudaginn og ball á Laugardaginn endilega. Ég held svei mér þá að sukkið og svínaríið sem maður flúði frá Austurlandi sé að elta mig.
En kannski fyrst að ég minnist á Austurland þá er kannski ekki úr vegi að maður setji upp lista með því sem maður saknar að austan.
- Mamma og Pabbi, ótrúlega skemmtilegt og vel gefið fólk. Sem kann að elda og þvo handklæði svo þau séu mjúk.
-Heiðarvegur 20. Blátt og hvítt og geymir bernskuminningar sem alldrei gleymast.
-ME, næst þegar ég kem austur mun ég raula Magga Eiríks slagarann Góðan daginn gamla góða skólahús með tár í augum. Alltof góður skóli til að yfirgefa.
-Félagarnir 730 strákarnir, Fellbæingarnir, Seyðfirðingarnir Egilstaðabúarnir og Kristján Geir (fannst of mikið að nefna allan Borgarfjörðin enda sakna ég Kalla Sveins ekki neitt).
-Félagslífið, leikfélagið, Heldrimannafjélagið hið konunglega, Partý og Co, Barkinn og auðvitað Kósý
-veðrið það er alltof mikið veður hérna á Bolungarvík.
Svona þegar ég hugsa um þetta þá sakna ég Austurlands mjög mikið.
Með tár í augum eða svona næstum því þá kveð ég að sinni.
Bless
Svíar tútna út; fjöldi of feitra hefur tvöfaldast á 25 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Hehehe... já... ég sakna mjúkra handklæða hihi... kemurðu ekki austur í sumar?
Björgvin Gunnarsson, 7.3.2007 kl. 17:43
Þetta er velgefna fólkið á Heiðarvegi 20 mamma þín og pabbi við söknum þín alveg óskaplega Hákon okkar Hlökkum til að koma vestur í heimsókn. Þetta með mjúku handklæðin settu smá mýkingarefni með þegar þú þværð þau næst
Ástarkv mamma og pabbi
Ingunn Karitas (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:04
Ég er ekki frá því að maður sakni þín helvítið þitt. Mér finnst vanta nafn mitt tilfinnanlega á söknuðarlistann.
Þórunn (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:21
Hákon þetta venst aldrei! Austurlandið er bara of gott. En mikið svakalega var ég ánægð með kappan í sjónvarpinu í gær. Þú varst helvíti fyndinn.
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 14:34
Elsku Hákon honý pæ...
Reyðarfjörður er sko klárlega ekki samur án þín.. EN matreiðslunámskeið og mýkingarefni er greinilega málið hjá þér..
Kveðjur frá Dreifbýlistúttunni..
http://www.blog.central.is/dreifbylistutta
Jóhanna dreifbýlistútta (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 16:48
Þekki "sukklífið" fyrir austan (er í reykjavík sjálfur), en að fara vestur og það til Bolungarvíkur til að forðast sukk það er eins og að droppa til helvítis til að forðast hita. Krumma skuð eru og verða þau verðmæti sem halda þessu landi upp og skilum þeim bara aftur lífsbjörginni ( að mega veiða þar sem styðst er í fiskinn án takmarkana). þá fara allir "út á land" að vinna og enginn fer "suður" ja nema þeir sem ættla í sukkið.
Bolvíkingur, Reyðfirðingur eða bara Húsvíkingur sem fer til vinnu til Reyjavíkur hann er að fara út á land til að vinna!!!! ekki bara "suður"
Sverrir Einarsson, 12.3.2007 kl. 01:58
ég sakna þín líka..... þú skuldar mér bjór.....
Kryddi (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.