21.11.2007 | 23:54
Pú og Pa einu sinni enn.
Var að horfa áðan á Kiljan með honum Agli Helgasyni gjarnan kenndur við Silfur Egils, í auglýsingahléiunu sá ég svo að jóladagatalið sem byrjar held ég 1sta des er Jól á leið til jarðar sem að er jóladagatalið með pú og pa. Ég var nú bara að velta fyrir mér er ekki búið að sýna þetta áður og þar áður áður og þar áður kannski tvisvar áður. Svo vilja þeir hækka afnotagjöldin um held ég 4% á næsta ári.
Mér finnst ótrúlegt að það eina sem Ríkissjónvarpið er að framleiða eru fréttir, fréttatengt efni, fréttatengdir gamanþættir sem eru farnir að syngja sitt allra seinasta og svo eitthvað menningardót sem mér finnst oft á tíðum vera hálf of snobbað fyrir mig.
Ætti þessi ríkisfjölmiðill ekki frekar að reyna að styðja við bakið á ungum höfundum og leikurum og reyna að hafa allaveganna kannski 3 íslenska drama grín og kannski spennuþætti gangandi yfir vetramánuðina. Það er skömm í því að við séum að borga fyrir fréttir sem eru frítt á stöð 2 og svo fyrir snobb og þreytta íslenska þætti og svo má ekki gleyma Aðþrengdum eiginkonum og fl erlent sem aðili í ríkiseign ætti ekki að vera sýna enda er þarna um erlent efni sem þeir eru eflaust að keppast við að kaupa dýrara en samkeppnisaðilarnir.
Finnst að Sjónvarpið megi einnig sýna meira af efni sem að hinn almenni borgari er að gera á daytime til að styrkja fólk og til þess að geta sleppt því að endursýna Kastljósið 3svar á dag. Þó að við litlu mennirnir í bransanum höfum ekki sömu græjur og allir hinir og ekki sömu reynslu er allveg hægt að slökkva á stillimyndinni í klukkutíma til að sýna hvað er að ske í grasrótinni.
Ég skora á Rúv að fara taka BBC aðeins til fyrirmyndar og fara að reyna gera eitthvað gáfulegt við þessa peninga.
Þá mætti kannski fara að borga einhverjum % meira fyrir afnotagjöld.
Líka eitt enn ef Rúv vill vera sýna gott evrópskt efni farið þá að sýna kannski aðeins meira mainstream BBC sem fleiri mundu eflaust vilja sjá heldur en sænska vandamálaþætti.
Rúv á að reyna sína mainstream hluta þjóðarinnar virðingu og hætta að sýna margt af þessu snobb krapp efni sínu.
Íslenska fótboltann og kvennaboltann á stöð þar sem allir geta séð hann. Ef við viljum auka árangur í íþróttum leyfum þá fólki að sjá hvað fótbolti er um allaveganna einhverstaðar frítt.
Ansi oft hefur mig langað til að horfa á stillimyndina og hlusta á fréttir heldur en Sænska vandamálaþætti.
Sérðu einhvern tímann mínus þegar þú kíkir á einkabankann?
Maður sem kom upp í leit minni á google af Rúv.
Takk fyrir í dag mæli með því að Íslendingar fari að hætta að láta bjóða okkur uppá þetta!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.