Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
27.4.2007 | 21:16
Jæja já. Hræðileg gleði vika.
Hræðilegri gleðiviku minni fer að ljúka svona á næstu dögum.
Ég ákvað núna seinasta mánudag að ég yrði nú að fara koma mér í form fyrir sumarið enda verður 6 apríl að standa sig núna enda var árangur síðasta sumars ekki sá besti en alls ekki sá versti.
Jæja ég ákvað að skella mér í ræktina á mánudaginn fór og hljóp aðeins og byrjaði svo að lyfta allveg einsog ég gat hendur, bringa (brjóst í mínu tilviki) og hvað sem þetta allt heitir. Daginn eftir vaknaði ég með minniháttar harðsperrur og ákvað að negla mér í að lyfta fyrir fæturna á mér. ég fór nú ekki með eins miklum krafti og daginn áður enda varð ég soldið slappur. Daginn eftir óskaði ég þess að hafa alldrei fæðst. Harðsperrur fyrir milljón kall og aumingjaskapur fyrir afganginn. Ég mæli ekki með því að mæta í ræktina í slæmu formi og byrja á fullu. Ég sat klukkutímum saman næstu daga í hitakremsbaði og gat vart hreyft mig. Ég dró uppá rassgatinu í dag og fór að hlaupa. Ég held að í næstu viku reyni ég að fara rólega og hlaupa kannski bara meira.
Allaveganna ég hlustaði á Rúv áðan og horfði á bróður minn sitja fyrir svörum í Kastljósi þar sem Jónína Bjartmarz var búnað ráða sig sem fréttamann og gagnrýndi Helga hart fyrir léleg vinnubrögð. Ansi skrýtið af Jónínu að mæta í viðtal og vilja ekki svara neinu heldur bara spyrja, þá held ég að það sé betra heima sitið en af stað farið.
Takk fyrir.
12.4.2007 | 11:45
Silvio Berlusconi og margt fleira.
Jæja langt síðan að maður nennti að blogga seinast og kannski komin tími til. Spurning um að ég byrji bara á þarseinasta fimtudag þar sem ég fór til Reykjavíkur. Ég fékk frí á föstudaginn frá Sossu til þess að reyna að meika það í 2 skiptið, á föstudaginn var ég með uppistand í FB sem að gekk glimrandi vel miðað við aðstæður enda var þetta óauglýst og í kaffihlé þar sem ansi margir voru komnir í frí, en maður getur nú ekki búist við því að byrja ferilinn í Laugardalshöllinni.
Á laugardaginn fór ég svo austur í brjálæðið sem var reyndar allveg yndislegt vinirnir, foreldrarnir og náttúran maður, allveg ótrúlegt hvað manni finnst grasið alltaf vera grænna hinumegin við. Ég verð að segja að ég held að maður klári þetta sumar og svo næsta vetur og taki svo bara rúntinn til Reykjavíkur.
Allaveganna þá var ég með uppistand og tónleika á miðvikudaginn en þar tróð ég upp með hinni geysivinsælu pönk hljómsveit Adolf Hitler en við frumfluttum einmitt nýtt lag Friday nights. Tónleikarnir gengu illa enda var trommileikarinn okkar veikur og kannski ekki allveg gáfulegt að fá Tedda þar sem hann kann ekki lögin okkar enda náðum við bara einni æfingu sem var 10 mín. Uppistandið gekk vel en var reyndar ekki meira en 6-8 mín enda er var ég illa undirbúin og ákvað að taka þetta öruggt og ekki prufa mikið nýtt efni. Hinir sem komu fram voru Hjalti, Hjalli, Jónas og Björgvin, allir voru þeir allveg frábærir enda ekki við öðru að búast.
Ég nenni ekki að tala um alldrei fór ég suður geri það kannski næst.
Góðar stundir.