17.3.2007 | 11:26
Rafmagnsleysi, snjóflóðahætta, einangrun Jericho v.s. Bolungarvík.
Ég biðst afsökunar á bloggleysinu seinustu vikur. Netið í tölvunni minni er ekki uppá marga fiska og netið í skólanum er bilað.
Allaveganna seinustu daga er ég búnað sökkva mér í þætti sem heita Jericho. Þættirnir fjalla um smábæ í Kansas. Bærinn verður fyrir því óhappi að einangrast eftir að Bandaríkin eru sprengd í öreindir með kjarnorkusprengjum. Íbúarnir verða vitni að ýmsu miður skemmtilegu og nú seinast þegar ég horfði var maturinn orðinn að skornum skammti og íbúarnir þurftu stöðugt að vera berjast við einhverja glæpamenn.
Ástæðan fyrir því að mig langar að bera þessa þætti saman við líf mitt í Bolungarvík er sú að seinustu vikur er búið að vera snjóflóðahætta ófært á Ísafjörð eða varúð útaf óshlíðinni og rafmagnsleysi fyrir afganginn. Þetta hefur svona gert það að verkum seinustu daga að nú hef ég safnað upp matarvistum um 340 dósum af krabbasúpu og 1600 dósum af ýmsum niðursuðu vörum einsog perum, apríkósum, gulum baunum og auðvitað rauðkáli. Ég er búnað einangra kjallarann í húsinu mínu og er hann nú bæði vatnsheldur og getur tekið við bæði sjó, snjóflóðum og Kjarnorusprengingum.
Jake Green eða minns ef við færðum þetta yfir á Bolungarvík.
Ég er ansi hræddur um að einlífið í Bolungarvík sé að gera mig geðveikan.
Fyrir utan geðveiki seinustu daga þá hef ég nú ekki mikið verið að brasa, kennarapartý seinustu helgi sem að ég er svona meira og meira að frétta af. Fékk kleinuhring í dag frá frænku minni inná kennarastofu útaf brandara sem ég man ekki eftir að hafa sagt og svo vita núna allir kennararnir mitt ógurlega seglaleyndarmál en því verður lýst betur seinna.
Hákon Seljan aðalhetjan í þáttunum Bolungarvík.
Eitt enn samt.
http://www.folk.is/dichmilch/?pb=sidur&id=732398
Hvað hef ég gert hljómsveitinn Dichmilch?
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
hehe...það er spurning hvort við gerum ekki bara mynd um lífið í Bolungarvík?
gardar bachmann (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 18:22
Ég hef einmitt verið að spá í því hversu líkir þið eruð, þú og skeet ullrich sem leikur Jack!
Björgvin Gunnarsson, 19.3.2007 kl. 12:00
Ótrúlegt að hann heiti ekki Jack heldur Jake.. miðað við þætti sem framleiddir hafa verið undanfarin ár, allar aðalpersónur heita Jack. Jack Bauer, Jack í LOST, en svo kemur Jericho og býður Jack nafninu byrginn. JAKE
Gummi J (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 13:19
Gummi 2 Jack.. nei hættu nú!!
Gaman að sjá þig á samfés. Þú hefur ekki náð þér í eina 15?
Annars langaði mig bara að segja þér frá því þegar mamma þín sagði um daginn ,, jújú ætli þið vitið ekki allt um uppeldið á mínu heimili!" ;) Stóðst þig vel í tellíinu..!! Lofa svo sjóðandi heitu myndbandi frá árshátíð Glitnis af Ingunni að taka lagið með Bó!
Sissó (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.