12.4.2007 | 11:45
Silvio Berlusconi og margt fleira.
Jæja langt síðan að maður nennti að blogga seinast og kannski komin tími til. Spurning um að ég byrji bara á þarseinasta fimtudag þar sem ég fór til Reykjavíkur. Ég fékk frí á föstudaginn frá Sossu til þess að reyna að meika það í 2 skiptið, á föstudaginn var ég með uppistand í FB sem að gekk glimrandi vel miðað við aðstæður enda var þetta óauglýst og í kaffihlé þar sem ansi margir voru komnir í frí, en maður getur nú ekki búist við því að byrja ferilinn í Laugardalshöllinni.
Á laugardaginn fór ég svo austur í brjálæðið sem var reyndar allveg yndislegt vinirnir, foreldrarnir og náttúran maður, allveg ótrúlegt hvað manni finnst grasið alltaf vera grænna hinumegin við. Ég verð að segja að ég held að maður klári þetta sumar og svo næsta vetur og taki svo bara rúntinn til Reykjavíkur.
Allaveganna þá var ég með uppistand og tónleika á miðvikudaginn en þar tróð ég upp með hinni geysivinsælu pönk hljómsveit Adolf Hitler en við frumfluttum einmitt nýtt lag Friday nights. Tónleikarnir gengu illa enda var trommileikarinn okkar veikur og kannski ekki allveg gáfulegt að fá Tedda þar sem hann kann ekki lögin okkar enda náðum við bara einni æfingu sem var 10 mín. Uppistandið gekk vel en var reyndar ekki meira en 6-8 mín enda er var ég illa undirbúin og ákvað að taka þetta öruggt og ekki prufa mikið nýtt efni. Hinir sem komu fram voru Hjalti, Hjalli, Jónas og Björgvin, allir voru þeir allveg frábærir enda ekki við öðru að búast.
Ég nenni ekki að tala um alldrei fór ég suður geri það kannski næst.
Góðar stundir.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir mig Háki Já.
Sakna þín strax kirsuberjastrákur, maður verður að fara að kíkja á Boló. Fór um daginn en fattaði þegar ég var kominn að þú hefðir flutt á Boló en ekki Borgó.. svona getur maður misskilið félaga sína
Hjalti Jón (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:09
Sæll minn kæri Hákon. Takk fyrir stuðninginn á Buff ballinu ærlega.. þú varst klárlega maður kvöldsins í kennaraátfittinu ægilega! Sveiflurnar á dansgólfinu voru líka engu líkar.
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:58
Bloggaðu drengur bloggaðu!!
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.