bíb Vaknaðu maður!

Jæja ég kem mér beint að efninu.

Lenti í þeirri skemmtilegu reynslu um helgina að fá óvænta heimsókn. Skemmtilegur maður aðeins í glasi og kannski vel það sem söng klámvísur og drakk vodka dry. Mér fannst þetta nú frekar skemmtilegt og lofaðist til að hitta hann á ballinu.

Ég og Hildur frænka mín fórum á ballið dönsuðum ekki heldur horfðum bara á drukkna unglinga skemmta sér. Svo um 2 leytið fórum við heim og vorum að horfa á sjónvarpið þegar við fengum heimsókn nr 2 frá þessum indæla manni sem ég lofaði í þetta skiptið að fylgja heim en náði því miður ekki að fylgja honum lengra en beint niður tröppurnar heima og svo á sjúkrahús.

Ekta ég.

Hérna ég nenni ekki að lýsa þessu betur þessi helgi var nú samt alltí allt skemmtileg frænka mín kom í heimsókn og var nr 1 í heimsóknarröð ættmenna minna og vina. Já ótrúlegt að maður fái svona margar heimsóknir ein heimsókn á 2 mánuðum hmm ha vinir og ættingjar.

Jæja nenni ekki að hafa þetta lengra að sinni.

Viðurkenni fúslega að ég þarf að fara sparka í rassgatið á sjálfum mér og fara að blogga meira ellegar enda ég í ruslafötu fullri af steypu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins og þessu laugardagskvöldi... en helgin var mjög fín... hlakka bara til að sjá þig næst...:)

Hildur (númeró únó!)

Hildur Seljan (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:44

2 identicon

Ertu sonur Magga Seljan Þórshafnarveru?

Stefan Ingason (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband