Jæja já. Hræðileg gleði vika.

Hræðilegri gleðiviku minni fer að ljúka svona á næstu dögum. 

Ég ákvað núna seinasta mánudag að ég yrði nú að fara koma mér í form fyrir sumarið enda verður 6 apríl að standa sig núna enda var árangur síðasta sumars ekki sá besti en alls ekki sá versti.

Jæja ég ákvað að skella mér í ræktina á mánudaginn fór og hljóp aðeins og byrjaði svo að lyfta allveg einsog ég gat hendur, bringa (brjóst í mínu tilviki)  og hvað sem þetta allt heitir. Daginn eftir vaknaði ég með minniháttar harðsperrur og ákvað að negla mér í að lyfta fyrir fæturna á mér. ég fór nú ekki með eins miklum krafti og daginn áður enda varð ég soldið slappur.  Daginn eftir óskaði ég þess að hafa alldrei fæðst. Harðsperrur fyrir milljón kall og aumingjaskapur fyrir afganginn.  Ég mæli ekki með því að mæta í ræktina í slæmu formi og byrja á fullu. Ég sat klukkutímum saman næstu daga í hitakremsbaði og gat vart hreyft mig. Ég dró uppá rassgatinu í dag og fór að hlaupa. Ég held að í næstu viku reyni ég að fara rólega og hlaupa kannski bara meira.

Allaveganna ég hlustaði á Rúv áðan og horfði á bróður minn sitja fyrir svörum í Kastljósi þar sem Jónína Bjartmarz var búnað ráða sig sem fréttamann og gagnrýndi Helga hart fyrir léleg vinnubrögð. Ansi skrýtið af Jónínu að mæta í viðtal og vilja ekki svara neinu heldur bara spyrja, þá held ég að það sé betra heima sitið en af stað farið.

Takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband