Færsluflokkur: Spil og leikir
20.10.2007 | 16:16
Það verður enginn Brauðterta í ár.
Já, það eru komnar myndir úr afmælinu hjá kallinum set þær í link hérna fyrir neðan.
En hérna lenti í gær í spilakvöldi með kennurum, verð að segja að þetta var ansi skrýtið partý, það var spilað og sonna og svo einsog kennarar gera fórum við og kíktum á vertinn í Kjallaranum. Eftir það fór ég heim og hitti fyrir utan hjá mér 2 skvísur sem voru nýbúnar að þrífa eldhúsið heima hjá mér og buðu mér svo inn til sín í spælt egg sem ég auðvitað þáði. Eftir eggið þakkaði ég fyrir mig og kvaddi og gekk heim á leið.
Þegar heim var komið blasti við ófögur sjón en þá var greinilega einhver búnað koma sér inn heima gæti hafa verið innbrotsþjófur draugur eða eitthvað og ég læddist rólega að húsinu opnaði og við blasti partý, á þessum stutta tíma sem ég hafði verið að slafra í mig egginu höfðu hundruðir manns boðið sér í partý og gufubað heima hjá mér. Allaveganna ég joinaði bara inn frekar hissa og fór í gufu. Partýið hélt áfram í svona klukkustund og svo fór ég að sofa.
En allaveganna ég sit bara hérna heima þunnur og er að spá í að kikja á Thai koon í kvöld.
Ákvað að láta mynd fylgja með af helvítis kvikindinu honum Sófusi sem er vægast sagt að stela þrumunni minni fyrir austan.
Kær kveðja úr Víkinni
hinn þunni og óviðjafnanlegi Hákon Seljan
27.4.2007 | 21:16
Jæja já. Hræðileg gleði vika.
Hræðilegri gleðiviku minni fer að ljúka svona á næstu dögum.
Ég ákvað núna seinasta mánudag að ég yrði nú að fara koma mér í form fyrir sumarið enda verður 6 apríl að standa sig núna enda var árangur síðasta sumars ekki sá besti en alls ekki sá versti.
Jæja ég ákvað að skella mér í ræktina á mánudaginn fór og hljóp aðeins og byrjaði svo að lyfta allveg einsog ég gat hendur, bringa (brjóst í mínu tilviki) og hvað sem þetta allt heitir. Daginn eftir vaknaði ég með minniháttar harðsperrur og ákvað að negla mér í að lyfta fyrir fæturna á mér. ég fór nú ekki með eins miklum krafti og daginn áður enda varð ég soldið slappur. Daginn eftir óskaði ég þess að hafa alldrei fæðst. Harðsperrur fyrir milljón kall og aumingjaskapur fyrir afganginn. Ég mæli ekki með því að mæta í ræktina í slæmu formi og byrja á fullu. Ég sat klukkutímum saman næstu daga í hitakremsbaði og gat vart hreyft mig. Ég dró uppá rassgatinu í dag og fór að hlaupa. Ég held að í næstu viku reyni ég að fara rólega og hlaupa kannski bara meira.
Allaveganna ég hlustaði á Rúv áðan og horfði á bróður minn sitja fyrir svörum í Kastljósi þar sem Jónína Bjartmarz var búnað ráða sig sem fréttamann og gagnrýndi Helga hart fyrir léleg vinnubrögð. Ansi skrýtið af Jónínu að mæta í viðtal og vilja ekki svara neinu heldur bara spyrja, þá held ég að það sé betra heima sitið en af stað farið.
Takk fyrir.
12.4.2007 | 11:45
Silvio Berlusconi og margt fleira.
Jæja langt síðan að maður nennti að blogga seinast og kannski komin tími til. Spurning um að ég byrji bara á þarseinasta fimtudag þar sem ég fór til Reykjavíkur. Ég fékk frí á föstudaginn frá Sossu til þess að reyna að meika það í 2 skiptið, á föstudaginn var ég með uppistand í FB sem að gekk glimrandi vel miðað við aðstæður enda var þetta óauglýst og í kaffihlé þar sem ansi margir voru komnir í frí, en maður getur nú ekki búist við því að byrja ferilinn í Laugardalshöllinni.
Á laugardaginn fór ég svo austur í brjálæðið sem var reyndar allveg yndislegt vinirnir, foreldrarnir og náttúran maður, allveg ótrúlegt hvað manni finnst grasið alltaf vera grænna hinumegin við. Ég verð að segja að ég held að maður klári þetta sumar og svo næsta vetur og taki svo bara rúntinn til Reykjavíkur.
Allaveganna þá var ég með uppistand og tónleika á miðvikudaginn en þar tróð ég upp með hinni geysivinsælu pönk hljómsveit Adolf Hitler en við frumfluttum einmitt nýtt lag Friday nights. Tónleikarnir gengu illa enda var trommileikarinn okkar veikur og kannski ekki allveg gáfulegt að fá Tedda þar sem hann kann ekki lögin okkar enda náðum við bara einni æfingu sem var 10 mín. Uppistandið gekk vel en var reyndar ekki meira en 6-8 mín enda er var ég illa undirbúin og ákvað að taka þetta öruggt og ekki prufa mikið nýtt efni. Hinir sem komu fram voru Hjalti, Hjalli, Jónas og Björgvin, allir voru þeir allveg frábærir enda ekki við öðru að búast.
Ég nenni ekki að tala um alldrei fór ég suður geri það kannski næst.
Góðar stundir.
26.3.2007 | 21:57
bíb Vaknaðu maður!
Jæja ég kem mér beint að efninu.
Lenti í þeirri skemmtilegu reynslu um helgina að fá óvænta heimsókn. Skemmtilegur maður aðeins í glasi og kannski vel það sem söng klámvísur og drakk vodka dry. Mér fannst þetta nú frekar skemmtilegt og lofaðist til að hitta hann á ballinu.
Ég og Hildur frænka mín fórum á ballið dönsuðum ekki heldur horfðum bara á drukkna unglinga skemmta sér. Svo um 2 leytið fórum við heim og vorum að horfa á sjónvarpið þegar við fengum heimsókn nr 2 frá þessum indæla manni sem ég lofaði í þetta skiptið að fylgja heim en náði því miður ekki að fylgja honum lengra en beint niður tröppurnar heima og svo á sjúkrahús.
Ekta ég.
Hérna ég nenni ekki að lýsa þessu betur þessi helgi var nú samt alltí allt skemmtileg frænka mín kom í heimsókn og var nr 1 í heimsóknarröð ættmenna minna og vina. Já ótrúlegt að maður fái svona margar heimsóknir ein heimsókn á 2 mánuðum hmm ha vinir og ættingjar.
Jæja nenni ekki að hafa þetta lengra að sinni.
Viðurkenni fúslega að ég þarf að fara sparka í rassgatið á sjálfum mér og fara að blogga meira ellegar enda ég í ruslafötu fullri af steypu.
22.3.2007 | 14:19
Jericho annar þáttur
Þessi Bolungarvíkur sería mín er farinn að minna á lost alltaf það sama en nú var verið að rýma Dísarland og Traðarland. Snjóflóðahætta einangrun rafmagnsleysi og varúð á Óshlíðinni.
Ég verð að segja að ég get ekki beðið eftir að taka eina þáttaröð af hinum sívinsæla gamanþætti Everybody loves Hákon á Reyðarfirði.
Seinustu dagar hafa einkennst af miklu stressi vegna árshátíðar en með vanhæfni minni er ég að vera búnað losa mig undan öllum verkefnum. Þá er það bara að slappa af og horfa á.
Hildur frænka kemur vonandi í dag eða morgun vestur svo það verður loksins gestagangur á Hafnargötu 101.
Annars hef ég ekki frá mörgu að segja en mig hlakkar til að komast heim í nokkra daga hitta vinina og vera með smá uppistand.
Tölvukerfið í skólanum er komið í lag vííííí!!!!
Hef ekki frá meiru að segja er að sofna við REM í tölvustofunni.
Spurning dagsins:
Hvar féll snjóflóð 1910 á Íslandi þar sem 20 manns létust?
Illa orðað en svarið þessi bless.
Hús í Bolungarvík rýmd á ný vegna snjóflóðahættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2007 | 11:26
Rafmagnsleysi, snjóflóðahætta, einangrun Jericho v.s. Bolungarvík.
Ég biðst afsökunar á bloggleysinu seinustu vikur. Netið í tölvunni minni er ekki uppá marga fiska og netið í skólanum er bilað.
Allaveganna seinustu daga er ég búnað sökkva mér í þætti sem heita Jericho. Þættirnir fjalla um smábæ í Kansas. Bærinn verður fyrir því óhappi að einangrast eftir að Bandaríkin eru sprengd í öreindir með kjarnorkusprengjum. Íbúarnir verða vitni að ýmsu miður skemmtilegu og nú seinast þegar ég horfði var maturinn orðinn að skornum skammti og íbúarnir þurftu stöðugt að vera berjast við einhverja glæpamenn.
Ástæðan fyrir því að mig langar að bera þessa þætti saman við líf mitt í Bolungarvík er sú að seinustu vikur er búið að vera snjóflóðahætta ófært á Ísafjörð eða varúð útaf óshlíðinni og rafmagnsleysi fyrir afganginn. Þetta hefur svona gert það að verkum seinustu daga að nú hef ég safnað upp matarvistum um 340 dósum af krabbasúpu og 1600 dósum af ýmsum niðursuðu vörum einsog perum, apríkósum, gulum baunum og auðvitað rauðkáli. Ég er búnað einangra kjallarann í húsinu mínu og er hann nú bæði vatnsheldur og getur tekið við bæði sjó, snjóflóðum og Kjarnorusprengingum.
Jake Green eða minns ef við færðum þetta yfir á Bolungarvík.
Ég er ansi hræddur um að einlífið í Bolungarvík sé að gera mig geðveikan.
Fyrir utan geðveiki seinustu daga þá hef ég nú ekki mikið verið að brasa, kennarapartý seinustu helgi sem að ég er svona meira og meira að frétta af. Fékk kleinuhring í dag frá frænku minni inná kennarastofu útaf brandara sem ég man ekki eftir að hafa sagt og svo vita núna allir kennararnir mitt ógurlega seglaleyndarmál en því verður lýst betur seinna.
Hákon Seljan aðalhetjan í þáttunum Bolungarvík.
Eitt enn samt.
http://www.folk.is/dichmilch/?pb=sidur&id=732398
Hvað hef ég gert hljómsveitinn Dichmilch?
7.3.2007 | 15:33
Frábærar fréttir.
Mér lýður einhvern veginn alltaf frábærlega þegar ég heyri af því að Svíum gangi illa. Það fer um mig unaðsstraumur og mér lýður einhvernveginn einsog Svíar séu mannlegir en oft finnst manni sem að þeir séu svo fullkomnir. Þessi tilfinning sem maður fær við að lesa þetta er svona svipuð og þegar góða stelpan í bekknum fellur á prófi eða ef að pabbi hennar þarf að fara í meðferð. Maður áttar sig á því að enginn sé fullkominn og enginn hafi það fullkomið. Þó að ég hlægji kannski ekki af því þegar góðu stelpunni lýður illa þá grenja ég yfir því þegar helvítis Svíarnir hafa það skítt.
Er ég vond manneskja?
Annars er allt ágætt í Bolungarvík ekkert stress og leynivinaleikurinn er í fullum gangi. Partý á föstudaginn og ball á Laugardaginn endilega. Ég held svei mér þá að sukkið og svínaríið sem maður flúði frá Austurlandi sé að elta mig.
En kannski fyrst að ég minnist á Austurland þá er kannski ekki úr vegi að maður setji upp lista með því sem maður saknar að austan.
- Mamma og Pabbi, ótrúlega skemmtilegt og vel gefið fólk. Sem kann að elda og þvo handklæði svo þau séu mjúk.
-Heiðarvegur 20. Blátt og hvítt og geymir bernskuminningar sem alldrei gleymast.
-ME, næst þegar ég kem austur mun ég raula Magga Eiríks slagarann Góðan daginn gamla góða skólahús með tár í augum. Alltof góður skóli til að yfirgefa.
-Félagarnir 730 strákarnir, Fellbæingarnir, Seyðfirðingarnir Egilstaðabúarnir og Kristján Geir (fannst of mikið að nefna allan Borgarfjörðin enda sakna ég Kalla Sveins ekki neitt).
-Félagslífið, leikfélagið, Heldrimannafjélagið hið konunglega, Partý og Co, Barkinn og auðvitað Kósý
-veðrið það er alltof mikið veður hérna á Bolungarvík.
Svona þegar ég hugsa um þetta þá sakna ég Austurlands mjög mikið.
Með tár í augum eða svona næstum því þá kveð ég að sinni.
Bless
Svíar tútna út; fjöldi of feitra hefur tvöfaldast á 25 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2007 | 14:10
1 desibil
"Nú stendur yfir undankeppni í Fyndnasta manni Íslands. Á fimmtudag í Austurbæ mátti engu muna að Hákon nokkur U. Seljan Jóhannsson myndi sigra og skeikaði aðeins einu desibili en árangur er metinn með hávaðamælingu á undirtektum áhorfenda. Helgi heitir bróðir Hákons og er sjónvarpsstjarna. Hann vill meina að bróðir sinn hafi verið miklu fyndnari en Kári Björn Þorleifsson sá sem sigraði. En þrátt fyrir áköf hvatningaróp Helga mátti hann sín lítils gegn öflugu klappliði Kára." Tekið úr Laugardagshefti fréttablaðsins.
Já ekki komst ég áfram í keppninni um fyndnasta mann Íslands.
Ég verð reyndar samt að segja að ég var bara mjög sáttur með mitt gengi mér fannst ég hafa staðið mig mjög vel og lét ekki stress hafa áhrif á mig og salurinn hló. Mitt markmið var svona mest að koma þarna og skemmta, en ég neita því þó alldrei að hafa stemmt á sigur.
Ég verð reyndar að segja að mér finnst ekki þessari glæsilegu keppni til sóma að mæla fyndni manna eftir keppni með látum í áhorfendum. Ég hélt að þarna yrði dómnefnd en svo verður víst bara á úrslitakvöldinu.
Annars er ég að fara á fund ég vil bara óska Kára til hamingju með sigur í undakeppni sem hann átti skilið.
takk fyrir.
26.2.2007 | 15:21
Fyndnasti maður Íslands!
Já skemmtilegt að segja frá því að þessi helgi var nokkuð frábrugðin öðrum helgum hérna í Bolungarvík, ég fékk það á hreint að ég á að keppa í fyndnasta manni Íslands núna á Fimmtudaginn (stress!!!) Og ég varla byrjaður að undirbúa mig, næsta var það að hérna í Bolungarvík var opið á bæði Vagnsson og í kjallaranum og nóg djamm að velja um soldið overload af skemmtun og mér boðið á alla staði og það seinasta er það að ég tók þroskaða ákvörðun um að byrja reykja í eina viku stressið fyrir þessa keppni leyfir ekki heilbright líferni.
Ég hef ekki frá mörgu að segja annað en að keppnin byrjar 8 á Fimmtudaginn næsta og verður sýnd á Skjá einum 1000 kr inn og þið mætið auðvitað til að styðja mig.
Allaveganna sæl að sinni.
22.2.2007 | 13:48
Forræðishyggjupakk
Já, loksins þá vitum við það við búum í forræðishyggju ríki sem vill vernda okkur frá öllu slæmu til að við þurfum ekki að horfast í augu við það. Sjá þessa háu herra á Alþingi sem aldrei hafa séð klám, yeah right!. Þetta eru ekki glæpamenn og þau eru ekki komin hingað til að fremja glæpi. Það er allt í lagi að fá stjórnarherra frá ríkjum sem drepa milljónir manna en það er ekki hægt að fá fólki hingað sem mótmælir friðsamlega eða fólk sem leikur, fjármagnar eða leikstýrir klámmyndum og þá er ég ekki að tala um nauðgunarklám eða barnaklám, margt af því sem þetta fólk gerir er eflaust siðlaust en það er löglegt svo við getum ekki neitað því að koma hingað.
Ekki það að ég horfi á klám ég er bara fylgjandi frelsi!
Lego klám, löglegt en siðlaust.
Framleiðendum klámefnis vísað frá Hótel Sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)