Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

John Wayne Gacy

Var að hlusta á tónlist áðan og rakst á skemmtilegt lag með Sufjan Stevens sem heitir John Wayne Gacy. Fyrir þá sem ekki vita er Gacy nokkuð þekktur sem einn alræmdasti fjöldamorðingi í sögu þessarar jarðar. 33 unga drengi hefur þessi maður á samviskunni en það er eflaust ekki að plaga hann í dag enda eru flestir fjöldamorðingjar haldnir "anti social personality disorder" svo er hann líka dauður. Reyndar er hann ekki haldinn þessum sjúkdómi en lítið er vitað um hvað var að honum en hann var allaveganna laumu hommi og var ekki í uppáhaldi hjá pabba sínum sem var illa við hann enda lék John sér með dúkkur en ekki bíla. John var kærður árið 1968 fyrir að misnota dreng og var dæmdur í 10 ára fangelsi. Hann losnaði aðeins 18 mánuðum síðar var honum sleppt út fyrir góða hegðun, það áttu eftir að vera slæm mistök. John giftist aftur og á árunum 1972-78 tókst honum að myrða 33 drengi. Flestir voru myrtir eftir að hann skildi við konuna sína 1976. John Wayne Gacy var vel liðinn af nágrönnum og kom oft fram í barnaafmælum sem trúður. Gacy var tekinn af lífi árið 1994. Á þeim tíma sem hann var í fangelsi náði hann að skapa sér gott nafn sem listamaður flestar myndirnar hans eru af trúðum.

(MUG)-John-Wayne-Gacy-(140)

 

 

 

 

 

 

 

 

Snargeðveikur?

070618_MurderabiliaGacy_vm.widec

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Eða bara misskilinn listamaður?

 

Heimildamynd um hann

 

Takk fyrir mig í dag.

Hákon Seljan 


Fari það grábölvað.

Já ég ákvað að vera góður borgari í dag og borga fullt af skuldum jei.

En það þýðir þá að ég þarf að eyða fjórum dögum um næstu helgi sem er vetrarfrí í ekki neitt hérna á Bolungarvík afþví ég á ekki pening til að fara suður. Það er nefninlega þannig að á þessum stað er oft betra að vera að vinna í skólanum en að hanga heima og bíða eftir að eitthvað gerist. Ekki það endilega ég gæti eflaust fundið eitthvað að gera.

 

Not!!!

 

Ze_misserable_1

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd lýsir því hversu mikið mig hlakkar til helgarinnar.

 

 Þetta minnir mig bara á ansi gott lag með Fóstbræðrum.

 

 Hérna annars er nú lítið að frétta að vestan bátarnir eru bara á veiðum eða að ryðga eftir því hvað mönnum finnst best.  Svo er náttúrulega að koma helvítis vetur og ég spái því að ég komist kannski ekkert heim fyrir jól en það verður nú vonandi. Kannski að maður keyri heim á Þorláksmessu komi á Aðfangadagsmorgun. Allaveganna það er komin smá tilhlökkun í mann að komast heim.

bless í bili. 

 Læt eina mynd fylgja með af kallinum og myndarlega frænda mínum

 untitled

 

 


Skrýtið

Ætli það séu ekki borguð laun á þessum fundum? 

Sorry meinti þetta ekki þannig ég dýrka þennan gaur.

 

Annars datt mér í hug að setja inn smá tvífara hérna.

Kannski freka extreme makeover, Björn Ingi hvað er leyndarmálið á bakvið þessa massa breytingu.

 Saklaus lærlingurinn     Harður frammari         

c_bjorn_ingi_hrafnsson

Bjorn%20Ingi      

          

 

 

 

 

 

 

 

 Annars fyrst við vorum að tala um Extreme makeover og Björn Inga datt mér í hug eitt annað case þar sem ungur lærlingur verður svona pro.

 Anakin Skywalker               Darth Vader

_1960624_anakin

vader

 

 

 

 

 

 

 

 Eitt dæmi í viðbót

  Michael Jackson

Ungur og saklaus                    Sekur eða saklaus? 

_40623000_jacko9Mugshot__michael-jackson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja mig langaði nú bara svona að sýna að Björn Ingi hefur ekki alltaf verið töffari heldur var hann einu sinni bara litill sætur Framsóknarmaður með stóra drauma.

Hugsið ykkur ef Björn Ingi mundi hætta í stjórnmálum gæti hann kannski stjórnað Íslenska Extreme Makeover eða farið að selja herbalife.

Takk fyrir í dag kveðja

Framsóknarmaðurinn og lífskúnsterinn Hákon Seljan 


mbl.is Björn Ingi ekki í stýrihópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður enginn Brauðterta í ár.

Já, það eru komnar myndir úr afmælinu hjá kallinum set þær í link hérna fyrir neðan.

eg og brosi En hérna lenti í gær í spilakvöldi með kennurum, verð að segja að þetta var ansi skrýtið partý, það var spilað og sonna og svo einsog kennarar gera fórum við og kíktum á vertinn í Kjallaranum. Eftir það fór ég heim og hitti fyrir utan hjá mér 2 skvísur sem voru nýbúnar að þrífa eldhúsið heima hjá mér og buðu mér svo inn til sín í spælt egg sem ég auðvitað þáði. Eftir eggið þakkaði ég fyrir mig og kvaddi og gekk heim á leið. 

Þegar heim var komið blasti við ófögur sjón en þá var greinilega einhver búnað koma sér inn heima gæti hafa verið innbrotsþjófur draugur eða eitthvað og ég læddist rólega að húsinu opnaði og við blasti partý, á þessum stutta tíma sem ég hafði verið að slafra í mig egginu höfðu hundruðir manns boðið sér í partý og gufubað heima hjá mér.  Allaveganna ég joinaði bara inn frekar hissa og fór í gufu. Partýið hélt áfram í svona klukkustund og svo fór ég að sofa. 

En allaveganna ég sit bara hérna heima þunnur og er að spá í að kikja á Thai koon í kvöld. 

 

 

 

Myndir úr Afmælinu hjá Pabba 

 

 

Ákvað að láta mynd fylgja með af helvítis kvikindinu honum Sófusi sem er vægast sagt að stela þrumunni minni fyrir austan.

  

sofi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kær kveðja úr Víkinni 

hinn þunni og óviðjafnanlegi Hákon Seljan 


Kominn aftur!

Kannski mér leiðist hérna á Bolungarvík er veikur og er búnað horfa of oft á leave Britney alone myndbandið og kominn með leið á Fm.

Allavega síðan ég bloggaði seinast hefur eflaust margt á daga mína drifið en ég nenni nú varla að fara telja það upp hér. En svona í aðalatriðum.

 

Afmæli hjá Pabba seinasta laugardag.

Fyrsta menntaskólaballið mitt í hálft ár seinasta föstudag.

Byrjaði aftur í tónlistaskóla.

Ákvað að hætta að vinna sem kennari um áramótin.

Fór til Bandaríkjanna í sumar og hitti Nate.

Vann sem flokkstjóri í Bæjarvinnunni líklegast leiðinlegasta vinna sem ég hef unnið. jebb

Fór einn túr á Aðalstein Jónsson sem var ansi skemmtilegt.

Allaveganna ég hef allaveganna ekki verið alveg dauður síðan að ég hætti að blogga en stefni að því að ná aldauða rétt fyrir áramót og rísa svo upp sterkari en nokkru sinni þriðjudaginn 1sta Janúar 2008, nei annars höfum það miðvikudaginn 2 janúar.

 

 Þessi mynd lýsir því eflaust afhverju ég hafði ekki farið á menntaskólaball í hálft ár.

Myndinni hefur verið  breytt til að vernda fórnarlömb árásarmannsinns.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband