24.10.2007 | 20:42
John Wayne Gacy
Var að hlusta á tónlist áðan og rakst á skemmtilegt lag með Sufjan Stevens sem heitir John Wayne Gacy. Fyrir þá sem ekki vita er Gacy nokkuð þekktur sem einn alræmdasti fjöldamorðingi í sögu þessarar jarðar. 33 unga drengi hefur þessi maður á samviskunni en það er eflaust ekki að plaga hann í dag enda eru flestir fjöldamorðingjar haldnir "anti social personality disorder" svo er hann líka dauður. Reyndar er hann ekki haldinn þessum sjúkdómi en lítið er vitað um hvað var að honum en hann var allaveganna laumu hommi og var ekki í uppáhaldi hjá pabba sínum sem var illa við hann enda lék John sér með dúkkur en ekki bíla. John var kærður árið 1968 fyrir að misnota dreng og var dæmdur í 10 ára fangelsi. Hann losnaði aðeins 18 mánuðum síðar var honum sleppt út fyrir góða hegðun, það áttu eftir að vera slæm mistök. John giftist aftur og á árunum 1972-78 tókst honum að myrða 33 drengi. Flestir voru myrtir eftir að hann skildi við konuna sína 1976. John Wayne Gacy var vel liðinn af nágrönnum og kom oft fram í barnaafmælum sem trúður. Gacy var tekinn af lífi árið 1994. Á þeim tíma sem hann var í fangelsi náði hann að skapa sér gott nafn sem listamaður flestar myndirnar hans eru af trúðum.
Snargeðveikur?
Eða bara misskilinn listamaður?
Heimildamynd um hann
Takk fyrir mig í dag.
Hákon Seljan
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2007 | 00:16
Fari það grábölvað.
Já ég ákvað að vera góður borgari í dag og borga fullt af skuldum jei.
En það þýðir þá að ég þarf að eyða fjórum dögum um næstu helgi sem er vetrarfrí í ekki neitt hérna á Bolungarvík afþví ég á ekki pening til að fara suður. Það er nefninlega þannig að á þessum stað er oft betra að vera að vinna í skólanum en að hanga heima og bíða eftir að eitthvað gerist. Ekki það endilega ég gæti eflaust fundið eitthvað að gera.
Not!!!
Þessi mynd lýsir því hversu mikið mig hlakkar til helgarinnar.
Þetta minnir mig bara á ansi gott lag með Fóstbræðrum.
Hérna annars er nú lítið að frétta að vestan bátarnir eru bara á veiðum eða að ryðga eftir því hvað mönnum finnst best. Svo er náttúrulega að koma helvítis vetur og ég spái því að ég komist kannski ekkert heim fyrir jól en það verður nú vonandi. Kannski að maður keyri heim á Þorláksmessu komi á Aðfangadagsmorgun. Allaveganna það er komin smá tilhlökkun í mann að komast heim.
bless í bili.
Læt eina mynd fylgja með af kallinum og myndarlega frænda mínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2007 | 18:28
Skrýtið
Ætli það séu ekki borguð laun á þessum fundum?
Sorry meinti þetta ekki þannig ég dýrka þennan gaur.
Annars datt mér í hug að setja inn smá tvífara hérna.
Kannski freka extreme makeover, Björn Ingi hvað er leyndarmálið á bakvið þessa massa breytingu.
Saklaus lærlingurinn Harður frammari
Annars fyrst við vorum að tala um Extreme makeover og Björn Inga datt mér í hug eitt annað case þar sem ungur lærlingur verður svona pro.
Anakin Skywalker Darth Vader
Eitt dæmi í viðbót
Michael Jackson
Ungur og saklaus Sekur eða saklaus?
Jæja mig langaði nú bara svona að sýna að Björn Ingi hefur ekki alltaf verið töffari heldur var hann einu sinni bara litill sætur Framsóknarmaður með stóra drauma.
Hugsið ykkur ef Björn Ingi mundi hætta í stjórnmálum gæti hann kannski stjórnað Íslenska Extreme Makeover eða farið að selja herbalife.
Takk fyrir í dag kveðja
Framsóknarmaðurinn og lífskúnsterinn Hákon Seljan
Björn Ingi ekki í stýrihópnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2007 | 16:16
Það verður enginn Brauðterta í ár.
Já, það eru komnar myndir úr afmælinu hjá kallinum set þær í link hérna fyrir neðan.
En hérna lenti í gær í spilakvöldi með kennurum, verð að segja að þetta var ansi skrýtið partý, það var spilað og sonna og svo einsog kennarar gera fórum við og kíktum á vertinn í Kjallaranum. Eftir það fór ég heim og hitti fyrir utan hjá mér 2 skvísur sem voru nýbúnar að þrífa eldhúsið heima hjá mér og buðu mér svo inn til sín í spælt egg sem ég auðvitað þáði. Eftir eggið þakkaði ég fyrir mig og kvaddi og gekk heim á leið.
Þegar heim var komið blasti við ófögur sjón en þá var greinilega einhver búnað koma sér inn heima gæti hafa verið innbrotsþjófur draugur eða eitthvað og ég læddist rólega að húsinu opnaði og við blasti partý, á þessum stutta tíma sem ég hafði verið að slafra í mig egginu höfðu hundruðir manns boðið sér í partý og gufubað heima hjá mér. Allaveganna ég joinaði bara inn frekar hissa og fór í gufu. Partýið hélt áfram í svona klukkustund og svo fór ég að sofa.
En allaveganna ég sit bara hérna heima þunnur og er að spá í að kikja á Thai koon í kvöld.
Ákvað að láta mynd fylgja með af helvítis kvikindinu honum Sófusi sem er vægast sagt að stela þrumunni minni fyrir austan.
Kær kveðja úr Víkinni
hinn þunni og óviðjafnanlegi Hákon Seljan
18.10.2007 | 17:05
Kominn aftur!
Kannski mér leiðist hérna á Bolungarvík er veikur og er búnað horfa of oft á leave Britney alone myndbandið og kominn með leið á Fm.
Allavega síðan ég bloggaði seinast hefur eflaust margt á daga mína drifið en ég nenni nú varla að fara telja það upp hér. En svona í aðalatriðum.
Afmæli hjá Pabba seinasta laugardag.
Fyrsta menntaskólaballið mitt í hálft ár seinasta föstudag.
Byrjaði aftur í tónlistaskóla.
Ákvað að hætta að vinna sem kennari um áramótin.
Fór til Bandaríkjanna í sumar og hitti Nate.
Vann sem flokkstjóri í Bæjarvinnunni líklegast leiðinlegasta vinna sem ég hef unnið.
Fór einn túr á Aðalstein Jónsson sem var ansi skemmtilegt.
Allaveganna ég hef allaveganna ekki verið alveg dauður síðan að ég hætti að blogga en stefni að því að ná aldauða rétt fyrir áramót og rísa svo upp sterkari en nokkru sinni þriðjudaginn 1sta Janúar 2008, nei annars höfum það miðvikudaginn 2 janúar.
Þessi mynd lýsir því eflaust afhverju ég hafði ekki farið á menntaskólaball í hálft ár.
Myndinni hefur verið breytt til að vernda fórnarlömb árásarmannsinns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2007 | 21:16
Jæja já. Hræðileg gleði vika.
Hræðilegri gleðiviku minni fer að ljúka svona á næstu dögum.
Ég ákvað núna seinasta mánudag að ég yrði nú að fara koma mér í form fyrir sumarið enda verður 6 apríl að standa sig núna enda var árangur síðasta sumars ekki sá besti en alls ekki sá versti.
Jæja ég ákvað að skella mér í ræktina á mánudaginn fór og hljóp aðeins og byrjaði svo að lyfta allveg einsog ég gat hendur, bringa (brjóst í mínu tilviki) og hvað sem þetta allt heitir. Daginn eftir vaknaði ég með minniháttar harðsperrur og ákvað að negla mér í að lyfta fyrir fæturna á mér. ég fór nú ekki með eins miklum krafti og daginn áður enda varð ég soldið slappur. Daginn eftir óskaði ég þess að hafa alldrei fæðst. Harðsperrur fyrir milljón kall og aumingjaskapur fyrir afganginn. Ég mæli ekki með því að mæta í ræktina í slæmu formi og byrja á fullu. Ég sat klukkutímum saman næstu daga í hitakremsbaði og gat vart hreyft mig. Ég dró uppá rassgatinu í dag og fór að hlaupa. Ég held að í næstu viku reyni ég að fara rólega og hlaupa kannski bara meira.
Allaveganna ég hlustaði á Rúv áðan og horfði á bróður minn sitja fyrir svörum í Kastljósi þar sem Jónína Bjartmarz var búnað ráða sig sem fréttamann og gagnrýndi Helga hart fyrir léleg vinnubrögð. Ansi skrýtið af Jónínu að mæta í viðtal og vilja ekki svara neinu heldur bara spyrja, þá held ég að það sé betra heima sitið en af stað farið.
Takk fyrir.
12.4.2007 | 11:45
Silvio Berlusconi og margt fleira.
Jæja langt síðan að maður nennti að blogga seinast og kannski komin tími til. Spurning um að ég byrji bara á þarseinasta fimtudag þar sem ég fór til Reykjavíkur. Ég fékk frí á föstudaginn frá Sossu til þess að reyna að meika það í 2 skiptið, á föstudaginn var ég með uppistand í FB sem að gekk glimrandi vel miðað við aðstæður enda var þetta óauglýst og í kaffihlé þar sem ansi margir voru komnir í frí, en maður getur nú ekki búist við því að byrja ferilinn í Laugardalshöllinni.
Á laugardaginn fór ég svo austur í brjálæðið sem var reyndar allveg yndislegt vinirnir, foreldrarnir og náttúran maður, allveg ótrúlegt hvað manni finnst grasið alltaf vera grænna hinumegin við. Ég verð að segja að ég held að maður klári þetta sumar og svo næsta vetur og taki svo bara rúntinn til Reykjavíkur.
Allaveganna þá var ég með uppistand og tónleika á miðvikudaginn en þar tróð ég upp með hinni geysivinsælu pönk hljómsveit Adolf Hitler en við frumfluttum einmitt nýtt lag Friday nights. Tónleikarnir gengu illa enda var trommileikarinn okkar veikur og kannski ekki allveg gáfulegt að fá Tedda þar sem hann kann ekki lögin okkar enda náðum við bara einni æfingu sem var 10 mín. Uppistandið gekk vel en var reyndar ekki meira en 6-8 mín enda er var ég illa undirbúin og ákvað að taka þetta öruggt og ekki prufa mikið nýtt efni. Hinir sem komu fram voru Hjalti, Hjalli, Jónas og Björgvin, allir voru þeir allveg frábærir enda ekki við öðru að búast.
Ég nenni ekki að tala um alldrei fór ég suður geri það kannski næst.
Góðar stundir.
26.3.2007 | 21:57
bíb Vaknaðu maður!
Jæja ég kem mér beint að efninu.
Lenti í þeirri skemmtilegu reynslu um helgina að fá óvænta heimsókn. Skemmtilegur maður aðeins í glasi og kannski vel það sem söng klámvísur og drakk vodka dry. Mér fannst þetta nú frekar skemmtilegt og lofaðist til að hitta hann á ballinu.
Ég og Hildur frænka mín fórum á ballið dönsuðum ekki heldur horfðum bara á drukkna unglinga skemmta sér. Svo um 2 leytið fórum við heim og vorum að horfa á sjónvarpið þegar við fengum heimsókn nr 2 frá þessum indæla manni sem ég lofaði í þetta skiptið að fylgja heim en náði því miður ekki að fylgja honum lengra en beint niður tröppurnar heima og svo á sjúkrahús.
Ekta ég.
Hérna ég nenni ekki að lýsa þessu betur þessi helgi var nú samt alltí allt skemmtileg frænka mín kom í heimsókn og var nr 1 í heimsóknarröð ættmenna minna og vina. Já ótrúlegt að maður fái svona margar heimsóknir ein heimsókn á 2 mánuðum hmm ha vinir og ættingjar.
Jæja nenni ekki að hafa þetta lengra að sinni.
Viðurkenni fúslega að ég þarf að fara sparka í rassgatið á sjálfum mér og fara að blogga meira ellegar enda ég í ruslafötu fullri af steypu.
22.3.2007 | 14:19
Jericho annar þáttur
Þessi Bolungarvíkur sería mín er farinn að minna á lost alltaf það sama en nú var verið að rýma Dísarland og Traðarland. Snjóflóðahætta einangrun rafmagnsleysi og varúð á Óshlíðinni.
Ég verð að segja að ég get ekki beðið eftir að taka eina þáttaröð af hinum sívinsæla gamanþætti Everybody loves Hákon á Reyðarfirði.
Seinustu dagar hafa einkennst af miklu stressi vegna árshátíðar en með vanhæfni minni er ég að vera búnað losa mig undan öllum verkefnum. Þá er það bara að slappa af og horfa á.
Hildur frænka kemur vonandi í dag eða morgun vestur svo það verður loksins gestagangur á Hafnargötu 101.
Annars hef ég ekki frá mörgu að segja en mig hlakkar til að komast heim í nokkra daga hitta vinina og vera með smá uppistand.
Tölvukerfið í skólanum er komið í lag vííííí!!!!
Hef ekki frá meiru að segja er að sofna við REM í tölvustofunni.
Spurning dagsins:
Hvar féll snjóflóð 1910 á Íslandi þar sem 20 manns létust?
Illa orðað en svarið þessi bless.
Hús í Bolungarvík rýmd á ný vegna snjóflóðahættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2007 | 11:26
Rafmagnsleysi, snjóflóðahætta, einangrun Jericho v.s. Bolungarvík.
Ég biðst afsökunar á bloggleysinu seinustu vikur. Netið í tölvunni minni er ekki uppá marga fiska og netið í skólanum er bilað.
Allaveganna seinustu daga er ég búnað sökkva mér í þætti sem heita Jericho. Þættirnir fjalla um smábæ í Kansas. Bærinn verður fyrir því óhappi að einangrast eftir að Bandaríkin eru sprengd í öreindir með kjarnorkusprengjum. Íbúarnir verða vitni að ýmsu miður skemmtilegu og nú seinast þegar ég horfði var maturinn orðinn að skornum skammti og íbúarnir þurftu stöðugt að vera berjast við einhverja glæpamenn.
Ástæðan fyrir því að mig langar að bera þessa þætti saman við líf mitt í Bolungarvík er sú að seinustu vikur er búið að vera snjóflóðahætta ófært á Ísafjörð eða varúð útaf óshlíðinni og rafmagnsleysi fyrir afganginn. Þetta hefur svona gert það að verkum seinustu daga að nú hef ég safnað upp matarvistum um 340 dósum af krabbasúpu og 1600 dósum af ýmsum niðursuðu vörum einsog perum, apríkósum, gulum baunum og auðvitað rauðkáli. Ég er búnað einangra kjallarann í húsinu mínu og er hann nú bæði vatnsheldur og getur tekið við bæði sjó, snjóflóðum og Kjarnorusprengingum.
Jake Green eða minns ef við færðum þetta yfir á Bolungarvík.
Ég er ansi hræddur um að einlífið í Bolungarvík sé að gera mig geðveikan.
Fyrir utan geðveiki seinustu daga þá hef ég nú ekki mikið verið að brasa, kennarapartý seinustu helgi sem að ég er svona meira og meira að frétta af. Fékk kleinuhring í dag frá frænku minni inná kennarastofu útaf brandara sem ég man ekki eftir að hafa sagt og svo vita núna allir kennararnir mitt ógurlega seglaleyndarmál en því verður lýst betur seinna.
Hákon Seljan aðalhetjan í þáttunum Bolungarvík.
Eitt enn samt.
http://www.folk.is/dichmilch/?pb=sidur&id=732398
Hvað hef ég gert hljómsveitinn Dichmilch?